Margar skilgreiningar eru til á hópastarfi en í handbók um Hópastarf frá 2001 er stuðst við skilgrreiningu Gladding um að hópastarf er faglegt starf þar sem veitt er aðstoð eða unnið að ákveðnum verkefnum. Hópastarf felur í sér að ferlinu er stýrt af fagmanneskju sem aðstoðar einstaklinga í hópi við að ná sameiginlegu markmiði sem getur verið af einstaklings-, samskipta- eða verkefnatengdum toga.
Markmið með hópastarfi getur verið breytilegt eftir því hvaða hóp er unnið með en miðast starfið alltaf við að mæta þörfum einstaklinga og styrkja sjálfsmynd þeirra á þeirra forsendum.
Til eru margar skilgreiningar á sértækum vanda og mikilvægi aðgerða sem hægt er að nálgast þær hér.
Í undirbúningi er skilgreint hvaða einstaklinga og hvaða hugsanleg vanda á að vinna með og starfið undirbúið með fyrirfram skilgreind markmið framkvæmdar að leiðarljósi.
Undir framkvæmd finnur þú upplýsingar um hlutverk leiðbeinanda, tengla að leikjum og verkfæri til ígrundunar.
