Stutt lýsing
Hægt er að hugsa dagskrá á marga vegu en mesti grundvallamunurinn á starfi hópa er á milli hefðbundinnar vetrardagskrár og starfi félagsmiðstöðva yfir sumarið. Starf yfir sumarið er í samstarfi við við vinnuskólann og fá krakkarnir greitt fyrir að mæta og er dagskrá unnin af starfsmönnum útfrá þörfum hópsins.
Almennur texti
Þegar um hefðbundið félagsmiðstöðvarstarf yfir veturinn er að ræða er gott að boða hópinn og fara yfir tímasetningar, borða eitthvað saman og fá hugmyndir að dagskrá frá þátttaekndum. Hægt er að hafa umræður eða nafnlausa miða með hugmyndum. Leiðbeinendur geta tekið virkan þátt í að koma með hugmyndir.
Mikilvægt er að ræða allar hugmyndir og leiðbeina þeim með hvað séu raunhæfir möguleikar og hvers vegna aðrir eru það ekki. Einnig er hægt að upplýsa hópinn um fjárhagsáætlun verkefnisins og sníða dagskránna eftir því. Ákjósanlegur tímafjöldi fyrir 6-10 skipti og 2 klukkutímar í senn.
Gott er að miða við að loka verkefninu með stærri viðburð og getur það verið lengri viðburður.
Til að gefa verkefninu ramma er gott að gera dagskrána á til dæmis www.canva.com eða www.postermywall.com og láta þátttakendur hafa.
