Stutt lýsing
Hlutverk leiðbeinandans er margþætt og mikilvægt að hann hafi góða yfirsýn yfir hópinn og þarfir hans. MIkilvægt er að tveir sinni hlutverki leiðbeinanda (https://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/158_11.4_reglur_um_thjonustu_felagsmidstodva_samthykkt_i_sfsradi_09042018_i_borgarradi_09052019.pdf ) til að gæta öryggis og festu í starfinu.
Almennur texti
Það eru ákveðin grundvallaratriði sem þurfa að vera til staðar í öllum hópum til þess að þeir gangi vel. Góður leiðbeinandi er mikilvægasta verkfærið af þeim öllum. Leiðbeinandinn þarf að að búa yfir mörgum kostum. Hann þarf t.d. að vera góður í að:
- Hvetja til virkrar þátttöku í starfinu.
- Skoða og bera kennsl á þá þætti sem hafa áhrif á þróun hópsins.
- Taka eftir og viðurkenna hegðun þátttakenda.
- Hefja og ljúka fundum á ákveðinn hátt.
- Vera góð fyrirmynd.
- Spyrja opinna spurninga.
- Gefa og taka við endurgjöf.
- Sýna þátttakendum hluttekningu.
- Hjálpa þátttakendum við að gefa upplifun merkingu.
- Halda þátttakendum við efnið.
Leiðbeinendur í hópastarfi hafa margvíslegar skyldur, en þó ber þeim fyrst og fremst að tryggja öryggi barna og unglinga í þeim verkefnum sem verið er að vinna, vera alltaf vel vakandi og ávallt til staðar þegar eitthvað bjátar á. Leiðbeinendur í hópastarfi þurfa að kynna sér þær reglur sem starfsstaðurinn setur varðandi öryggismál og vera vel upplýstir um lög og reglur sem gilda um börn og unglinga. Mikilvægt er að fara yfir tilkynningaskyldu vegna barnaverndarmála og þá verkferla sem gilda um það (bvs.is). Ítarlegri upplýsingar eru í handbók félagsmiðstöðva um hópastarf á https://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/handbok_um_hopastarf_2008.pdf (er möguleiki á að gera link meira aðlaðandi eins og td. mynd af handbókinni?)
