Framkvæmd / 3.5 Hversvegna leikir

3.5 Hversvegna leikir

Stutt lýsing

Leikir eru frábær leið til að kynnast innan hóps, þétta þá saman og efla til að takast á við þau verkefni sem framundan eru og eru lykilatriði í sértæku hópastarfi. Skipta má leikjum í nokkra grunnþætti

Almennur texti

Í leikjum fá þátttakendur tækifæri til að kynnast á nýjan máta og við nýjar aðstæður. Gott er að meta erfiðleikastig leikja eftir þátttakendum. Ef hópurinn þekkist ekki vel má mæla með auðveldari leikjum og auka svo erfiðleikastig þeirra eftir því sem hópurinn kynnist betur. Vert er að hafa þetta í huga með tilliti til þægindaramma hvers og eins og gott er að gera þátttakendum grein fyrir honum áður en dýpri leikjavinna hefst (Handbók um hópastarf, 2008).

  • Nafnaleikir
  • Ísbrjótar
  • Ærslaleikir
  • Samvinnuleikir
  • Traustleikir

Hægt er að finna leiki í:

Handbók um hópastarf
Leikjabók ECYC (samtök félagsmiðstöðva í Evrópu) https://www.ecyc.org/sites/default/files/ecyc_game_book.pdf

Back To Top