Stutt lýsing
Ígrundun er verkfæri til að festa reynslu sem þekkingu hjá bæði þátttakendum og leiðbeinendum.
Almennur texti
Ígrundun er mikilvægt verkfæri í hópastarfi til að meta reynslu og upplifun hópsins, einnig er ígrundun gott verkfæri til að meta árangur hópastarfsins bæði á meðan hópastarfi stendur og eftir að því líkur. Gott er að byrja að láta þáttakendur ígrunda fyrir sjálfan sig. Ef að leiðbeinandi telur hópinn vera tilbúinn að ígrunda meira flæðandi og tala fyrir framan hvort annað er ígrundun í hóp góð leið til að velja. Mikilvægt er að minna hópinn á að bera virðingu fyrir skoðunum annara þá að maður sé ekki endilega sammála viðkomani.
Hópurinn er fenginn saman í hring, hvort sem að það er sitjandi í sófum, stólum eða standandi.
Leiðbeinandinn ber fram spurningu, sem hann annað hvort sendir hringinn svo að allir svari eða sendir spurninguna til hópsins og hver sem er getur tekið orðið. Leiðbeinandi þarf að passa upp á að allir tali einhvern tímann og leiðbeinandinn er duglegur að spyrja eftirfylgni spurninga þegar einhver segir sína skoðun.
Dæmi um spurningar
- Hvað fannst ykkur skemmtilegast í dag
- Fannst ykkur eitthvað erfitt í dag?
- Hvað hefði mátt fara betur?
- Ef við myndum gera það sama aftur hvað myndum við vilja gera öðruvísi?
Ígrundun starfsmanna
Eftir hópahitting er gott fyrir starfsmenn að fara yfir daginn. Til að nýta þann tíma sem best mælum við með að gera það skipulagt.
Spurningar sem er gott að ræða:
- Hvað gekk vel í dag?
- Hvað gekk ekki vel?
- Ef við gerum það aftur, hvað þurfum við að gera öðruvísi?
- Náðust markmið dagsins?
- Hvað varð til að þau heppnuðust eða mistókust?
- Hvernig leið okkur í dag(hugsa út í líðan starfsmanna í aðstæðum dagsins, hvort einhverjum leið ekki vel í ákveðnum verkefnum eða uppákomum)
Meðfram ígrundun starfsmanna er mælt með að skrifa allt niður sem rætt er um. Þessi dagbókar skrif auðvelda svo að skila skýrslu af sér í lok hópastarfs.
Hér fyrir neðan eru tenglar að aðferðum sem hægt er að nota í hópastarfi og fyrir starfsfólk til að meta vinnu sína.
