Stutt lýsing
Samþykkt fjárhagsáætlun veitir starfsfólki öryggi og getur reynst mikilvægur þáttur í skipulagningu á faglegu hópastarfi
Almennur texti
Gerð kostnaðaráætlunar er mikilvægur hluti af undirbúningsferlinu þegar verið er að skipuleggja hópastarf. Oft er einnig gerð sú krafa til starfsfólks sem vinnur með hópa að kostnaðaráætlun sé tilbúin áður en hópastarfið fer af stað og tilvist hennar forsenda þess að hefja megi starfið. Í mörgum tilfellum er fyrirfram vitað hversu mikið fjármagn er áætlað í starfið og dagskrá starfsins er svo sniðin út frá þeirri upphæð en oft er starfsmannakostnaðurinn ekki eins sýnilegur. Með gerð heildaráætlunar er skýr og sýnilegur allur sá kostnaður sem í starfinu liggur.
Samþykkt fjárhagsáætlun veitir starfsfólki öryggi og getur reynst mikilvægur þáttur í skipulagningu á faglegu hópastarfi, sjá eintak af fjárhagsáætlun.
